Færsluflokkur: Íþróttir

Pétanque

Undanfarin þrjú ár höfum við í minni ætt haldið Pétanque mót að vori til. 
Pétanque er íþrótt sem á uppruna að rekja til Miðjarðarhafsins.  Þeir sem hafa heimsótt þessar suðlægu slóðir hafa kannski tekið eftir fólk við að leika þennan leik úti við.  Allt snýst um að koma málmkúlum sem næst lítilli og nettri trékúlu.  Sá vinnur sem kemst næst henni með sinni málmkúlu.  Á vef Wikipedia má kynna sér leikreglur þessarar tignarlegu íþróttar.  Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Íslendingar tileinki sér þessa íþrótt og geri henni hátt undir höfði.  Það má reikna þessari íþrótt það til tekna að nánast aldursflokkar geta leikið hana saman, allt frá heldri borgurum til ungu kynslóðarinnar.  Ljóst er að Pétanque hefu slegið í gegn hjá minni ætt og Pétanque mót hefur fest sig í sessi. Nákvæmni er krafist í Pétanque. Mynd tekin af vef Pétanque klúb Marseille

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband