Færsluflokkur: Dægurmál
18.6.2008 | 10:38
Verslanir opnar á 17. júní
Ekki er hægt að segja annað en að ég hafi orðið bæði hissa og heykslaður í sömu andránni í gær. Ég komst nefnilega að því að bæði Bónus og Nóatún voru opnar á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Nú finnst mér fokið flest skjól ef verslunareigendur telja þörf á að hafa verslanir sínar opnar á þessum degi. Einhvern vegin hefur mér þótt þessi dagur alveg heilagur og að þjóðin eigi að fá frí frá vinnu sinni til að fagna sjálfstæðinu. Sá draumur er greinilega á enda. Ég er enn hissa og hneykslaður á gjörð þessara verslunarmanna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 11:38
Hjálmurinn bjargar.
Það er aldrei of varlega farið. Þó það líti út fyrir að viðkomandi hafi sloppið. þá held ég að svona frétta ýti við okkur hinum um að nota hjálminn þegar við hjólum. Já og kannski að vera ekki með tónhlöðuna það hátt stillta að engin umhverfishljóð heyrist. Líklegast væri best að sleppa henni og hlusta frekar í öruggara umhverfi.
Hjálmlaus með heyrnartól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)